Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 2. maí 2025

Páskaskraut


Um leið og ég tek niður páskaskrautið ætla ég að sýna það sem ég saumaði í útsaumsvélinni fyrir nýliðna páska. Munstrið kemur frá Kreativ Kiwii eins og margt annað sem ég geri.
Minni lengjan er 30 sm og var sú minnsta, og sú stærri um 46 sm, en hægt er að hafa þær ennþá stærri.
Ég er ekki viss um að myndirnar sýni alveg réttu hlutföllin, munurinn er ekki alveg eins mikill og þær sýna.