Bloggið mitt varð 5 ára á laugardaginn, 25. janúar. Af því tilefni ákvað ég að setja inn nokkrar myndir af saumaherberginu. Eiginmaðurinn hannaði og smíðaði þetta borð handa mér til að fella vélina niður í.
Þetta er fyrsta saumavélin, sem ég eignaðist, rúmlega tvítug, Singer futura. Hún var fyrsta tölvustýrða saumavélin á markaðnum. Hún var alveg frábær og með ótrúlega flotta fídusa. Ég notaði hana þar til hún gaf sig.
Einu sinni kom ég öllum handavinnubókunum fyrir í þessum skáp, en get það ekki lengur.
Hér stendur svo overlockvélin mín, ávallt reiðubúin.
Þetta sníðaborð smíðaði minn heittelskaði líka handa mér.
Hér geymi ég svo megnið af bútasaumsefnunum.
Þetta er annað saumaherbergið sem ég eignast. Hið fyrra var teiknað sérstaklega fyrir mig þegar við byggðum við heimili okkar árið 2004. Fyrir tveimur árum fluttum við, og þá fékk ég annað barnaherbergið í húsinu, og húsbóndinn hitt.