mánudagur, 4. apríl 2016

Alda

 

Þetta er kjóllinn Alda. Hann er prjónaður úr Alba sem fæst í Litlu prjónabúðinni.

Uppskriftin er líka í 1. tölublaði Húsfreyjunnar frá 2014, og notaði ég hana.

Stærðin er bara upp í 9 mánaða, svo ég dreif mig í að prjóna kjólana. Þegar maður á tvær jafngamlar ömmustelpur, verður maður að gera eins á báðar, og ég á mjög erfitt með að velja mismunandi liti handa þeim. Það gerist bara ef foreldrarnir velja litinn.

 

1 ummæli:

  1. Þeessir eru fallegir. Ég er alltaf svo hrifin af grænum í öllum tónum.

    SvaraEyða