sunnudagur, 26. júní 2016

Blöðrubuxur

 

Þessar blöðrubuxur, eða Ballon bukser prjónaði ég á ömmustelpurnar mínar. Þær eru ótrúlega sætar á litlum bleyjurössum;)

Uppskriftin er úr bókinni Babystrik 0-18 mdr. eftir Susie Haumann.

Garnið heitir Geilsk bomuld og uld, frá Litlu prjónabúðinni, og þar fæst bókin líka.

Stærðin er á 6-12 mánaða.

 

þriðjudagur, 7. júní 2016

Stærri samfellur

 

Barnið vex en brókin ekki.

Mamman pantaði stærri samfellur á aðra ömmustelpuna mína, en sú hefur verið í svona samfellu næst sér frá fæðingu.

Þetta er þriðja stærðin sem ég prjóna á hana, stærð 74/80.

Eins og síðast notaði ég Sandnes alpakka.

Uppskriftin er frá askeladen.dk, og ég veit að hún fæst á netinu hjá þeim, og heitir Body i Silkeuld.