laugardagur, 23. desember 2017

Lille vinterkongle-jakke og Gull-lue


Ég held áfram að prjóna upp úr Klompelompebókunum, og nú úr Strikk året rundt.
 Þessi peysa fannst mér svo falleg af því hún hafði bara einn munsturlit.
Hún er prjónuð á yngstu ömmustelpuna, sem er tæplega 8 mánaða núna.


Húfan er líka úr bókinni, einföld og falleg.


Uppskriftin af treflinum er hins vegar úr heimferðasettablaði PrjónaJónu.

Í húfunni er Sandnes garn merinoull, en í peysunni og treflinum er Klompelompe tynn merinoull.

föstudagur, 22. desember 2017

Hálskragar


Prjónaði svona hálskraga á báðar tveggja ára ömmustelpurnar mínar, og þeir passa ljómandi vel.

Ég notaði sama garn og í húfunum í færslunni á undan, og sama lit, en myndin af húfunum kom allt öðruvísi út. 
Þetta er rétti liturinn.

laugardagur, 9. desember 2017

Lítill

Þetta er húfan Lítill úr Leikskólafötum. 
Ég prjónaði úr Drops Merino extra fine. 
Liturinn er miklu fjólublárri en á myndinni. Húfan passar sérlega vel á litla kolla.

mánudagur, 4. desember 2017

Klukka í saumaherbergið


Ég keypti pakka með efni í þessa klukku í Hannyrðabúðinni á Selfossi fyrir u.þ.b. þremur árum.

Hún var búin að liggja hjá mér að mestu búin í dálítinn tíma, vantaði meira af einum lit og svo finnst mér alltaf svo leiðinlegt að sauma útlínurnar í krosssaumi. En ég fann garnið sem vantaði, og þrælaði mér í afturstinginn.

Svo var hún römmuð inn í Tempó í Kópavogi og hangir nú á vegg í saumaherberginu.