Ég held áfram að prjóna upp úr Klompelompebókunum, og nú úr Strikk året rundt.
Þessi peysa fannst mér svo falleg af því hún hafði bara einn munsturlit.
Hún er prjónuð á yngstu ömmustelpuna, sem er tæplega 8 mánaða núna.
Húfan er líka úr bókinni, einföld og falleg.
Uppskriftin af treflinum er hins vegar úr heimferðasettablaði PrjónaJónu.
Í húfunni er Sandnes garn merinoull, en í peysunni og treflinum er Klompelompe tynn merinoull.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli