fimmtudagur, 19. apríl 2018

Prjónaveski


Ég er öll fyrir skipulagið. 
Búin að sauma mér nokkrar verkefnatöskur fyrir prjónadótið, þar sem ég set allt sem ég þarf í eitt verkefni, allt garnið og alla prjóna sem þarf að nota.
En fyrir nokkrum dögum pantaði ég snið af þessu bráðsniðuga veski fyrir prjónana sjálfa. Þarna má líka setja skæri og prjónamát.
Efnin sem ég notaði voru keypt í Storkinum, og eru frá Kaffe Fasset og Amy Butler.

Höfundur veskisins er bloggarinn Timotei, tengill á bloggið hennar er hér til hliðar á síðunni minni. 
Hún er mikil handavinnukona, saumar og prjónar, og hefur hannað nokkur snið sem eru til sölu í Epla búðinni hennar.

1 ummæli: