miðvikudagur, 31. október 2018

Kjólar


Eins og ég sagði í síðustu færslu þá ætla ég að vera duglegri að sýna fatasauminn minn.
Ég er kjólakona, og hef saumað mest eftir Onion sniðum síðasta áratug.
Kjólinn hér að ofan er ég nýbúin að sauma, Hann er úr einskonar crepe jersey efni, aðeins teygjanlegu, en mjög þægilegu að vera í. 
Sniðið heitir Onion 2035, og hef ég saumað nokkra kjóla eftir þessu sniði.
 

Þennan saumaði ég fyrr í sumar, sem rósóttan og léttan sumarkjól.  Hann er úr svipuðu efni og hinn, og notaði ég líka snið frá Onion, snið 2017.  Það er ekki lengur á síðunni þeirra, svo ég get ekki sett tengil í það.  Ég hef líka saumað nokkra kjóla eftir þessu sniði, og hafa þeir passað mjög vel.

Efnin í báða kjólana voru keypt í Föndru og sniðin voru líka keypt þar fyrir mörgum árum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli