þriðjudagur, 12. febrúar 2019

Applíkeruð verkefnataska


Ég er smátt og smátt að kynnast útsaumsvélinni minni, Pfaff Creative 1,5, og prófa að sauma mynstrin sem fylgja henni.
Mig langaði að prófa þessa applíkeringu, mjög gaman að sauma hana.
 

Svo reyni ég að gera eitthvað úr prufunum.
 Hér varð það verkefnataska, sem ég er búin að fylla af garni og prjónum, sem úr eiga að verða vettlingar.
Alltaf þörf fyrir svona töskur.

4 ummæli:

  1. Verkefnatöskurnar þínar eru svo lekkerar. Mitt dótarí endar yfirleitt í plastpokum og það er enginn sjarmi yfir því. Þetta er mjög flott taska. Hör kemur svo vel út með bróderíi og mynstruðum efni.

    SvaraEyða
  2. Takk, Ólöf, Ikea efnin eru mjög fín í svona töskur, passlega gróf.

    SvaraEyða