miðvikudagur, 29. maí 2019

Blómavettlingar


Uppskriftina af þessum vettlingum er ég búin að eiga í mörg ár.
Þeir eru prjónaðir úr kambgarni á prjóna nr.2.
Ég á töluvert litaúrval af kambgarnsafgöngum, svo ég þurfti bara að kaupa dökkblátt í aðallitinn.
Í staðinn fyrir að nota grænt í laufblöðin eins og ég hef oftast séð, þá notaði ég gráa liti.
Ég er frekar löt að prjóna vettlinga, en geri það samt öðru hvoru.



2 ummæli:

  1. these are so pretty - I know they would be way to difficult for me to make!

    SvaraEyða
  2. Hæ hæ hvar get ég keypt þessa uppskrift langar mikið í hana?

    SvaraEyða