miðvikudagur, 26. júní 2019

Önnur Hjartapeysa


Eins og alþjóð veit þá á ég þrjár ömmustelpur. 
Tvær þær eldri eru hér um bil jafn gamlar, fæddar með þriggja vikna millibili (upp á dag, fæddust báðar um kvöld), og verða fjögurra ára í sumar.
Sú þriðja er fædd 2017 og er tveggja ára frá því í maí.
Fyrst eftir að þær eldri fæddust gerði ég allt eins á þær, kannski í mismunandi litum, en flest sambærilegt.
Nú fer ég meira eftir því hvers foreldrarnir óska, prjóna á aðra þeirra og ef hina langar í eins, þá er ekkert annað en sjálfsagt að prjóna líka á hana..
 

Ég prjónaði hjartapeysu á aðra þeirra í vor. Hin fékk að máta, og svo óskaði hún eftir eins peysu, og amma prjónaði hana.
 

Og hér er daman komin í peysuna sína, og finnst mér hún mjög fín í henni.
Stærðin er á 4 ára, garnið Lanett og prjónastærðin 3,0.
Uppskriftin er úr Prjónað af ást.

1 ummæli:

  1. such a pretty sweater on a pretty girl - I have tried to make a sweater with crochet - no where near as good as yours!

    SvaraEyða