Ég varð að prófa þessa uppskrift frá knillax.is.
Ömmustelpa, sem verður fjögurra ára eftir sex daga fékk hana.
Einhvern veginn fannst mér ég verða að hafa hana aðeins við vöxt, og fitjaði því upp á fyrir 5 ára stærð. Hún er því dálítið og stór ennþá, en verður fín á næsta ári.
Litla daman mín er líka alveg í meðallagi, þannig að hún vex bara í hana í vetur.
Uppskriftin gefur manni möguleika á að prjóna aukaumferðir að aftan til að síkka peysuna, en ég sleppti þeim, enda er síddarmunurinn fínn svona.
Ég prjónaði úr Drops Merino Extra Fine.
Elska að prjóna úr þessu garni.
Keypti það í Gallery Spuna.
I love this sweater - I know my limited experience and will not attempt it!
SvaraEyðaMig langar svo að sjá uposkrift af hvernig þetta bubblumynstur er, svona til að átta mig á því hversu auðvelt/flókið það er, getur þú sýnt mér það ? 🙂
SvaraEyða