Ég prjónaði mér garngönguhúfuna í ágúst, skömmu eftir að uppskriftin kom út.
Ég notaði Kambgarn og prjóna 3,5, og passar hún mér ágætlega.
Þetta var ágætis kennsla í stuttum umferðum, og uppskriftin mælti með að nota "German Short Rows". Mér finnst sú aðferð koma ótrúlega vel út.
Ég komst hins vegar ekki í garngönguna að þessu sinni, en ætla að nota húfuna þegar fer að kólna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli