fimmtudagur, 31. október 2019

Hrekkjavökubollamottur


Ég er nú ekki mikil hrekkjavökukona, en freistaðist samt til að föndra aðeins í tilefni hrekkjavökunnar.
Munstrin í mottunum hér fyrir ofan komu með Pfaff creative 1.5 útsaumsvélinni minni, og ég varð að prófa þau. Mikið var gaman að sauma þau út, og til að myndirnar yrðu að einhverju, þá bjó ég til bollamottur.


Í fyrra gáfu þau hjá Husqvarna eigendum Epic saumavéla graskerssporið, ég hlóð því niður af netinu.  Í ár fengum við svo kóngulóarsporið, og þessi spor saumaði ég núna í bollamottur líka.


Svo á ég EQ8 bútasaumsforritið, og þar er fullt af hrekkjavökusniðum.
Ég valdi nokkuð sakleysislegt grasker, og saumaði með pappírssaum.
Ég saumaði það reyndar fyrst og varð þessi motta minnst, hinar þurftu svo að vera stærri út af útsaumnum, sem þurfti meira pláss. Pirrar mig aðeins að allar séu ekki jafn stórar, en það verður að hafa það.
 

1 ummæli: