mánudagur, 24. febrúar 2020

Sokkar, vettlingar og hálsaskjól


Prjónaði sokka á ömmustrákinn, næst minnstu stærðina af Snær sokkar frá Petit knitting.


Vettlingarnir eru líka frá Petit knitting og heita Sindri vettlingar.
Stærðin er á 1-2 ára.


Svo vantaði hann kraga fyrir vetrarveðrið.
Uppskriftin er aftur frá Petit knitting og heitir Skorri hálsskjól.
Ég valdi minnstu stærðina, 6-12 mánaða, en sleppti stroffi neðst. Svo hafði ég 1 sl og 1 br í kraganum sjálfum til að hann héldi betur að hálsinum, en í uppskriftinni er perluprjón.
Kraginn passar mjög vel á hann svona.

Notaði Drops merino extra fine í allt.

1 ummæli: