miðvikudagur, 22. apríl 2020

Alma, Víðir og Þórólfur


Þær hjá Prjónakistunni hafa boðið upp á samprjón á fb frá því snemma á tímum samkomubannsins.
Þær voru svo rausnarlegar að gefa uppskriftir, og eru enn að.
Þetta er það sem ég gerði í samprjóninu.
Þær nefna uppskriftirnar eftir þríeykinu okkar.
Fyrsta uppskriftin, sú hér að ofan, heitir Alma.
Prjónaði úr léttlopa á prjóna nr. 3,5. Urðu heldur litlir, hefði þurft nr. 4, en þeir voru líka gefnir upp í uppskriftinni.


Svo var það Víðir.
Þessir vettlingar eru úr tvöföldum lopa, á prjóna nr. 5. Ætla að þæfa þá.


Prufaði líka að prjóna þá úr afgöngum af Spuna.


Þá kom sokkauppskriftin Þórólfur.
Í hana ákvað ég að nota Robust sokkagarn sem ég hef lengi átt, og í munstrið afganga af Drops merino extra fine. Prjónastærðin var 3,5, og passa sokkarnir á stálpað barn.


Það síðasta sem ég prjónaði í þessu samprjóni í bili voru vettlingarnir Þórólfur.
Hér notaði ég sama garn og í sokkana og með sömu prjónastærð.
Ég gerði þá með ömmustelpurnar í huga og hafði eitt parið aðeins minna, en þurfti þá að breyta mynstrinu og hnoðaði saman annað sem minnti á það upprunalega.
Þarf eitthvað geyma þessa, eru á aðeins eldri en mínar eru núna.

3 ummæli:

  1. very pretty mittens and socks - you will be ready for winter!

    SvaraEyða
  2. Du er flittig med strikkepinnene! Fine ting!

    SvaraEyða
  3. Mjög fallegt! Get ég fundið uppskriftirnar af Þórólfi, Ölmu og Víði einhvers staðar?

    SvaraEyða