fimmtudagur, 10. desember 2020
Vesti
föstudagur, 20. nóvember 2020
Verkefnataska
Munstrið saumaði ég í útsaumsvélinni minni góðu í hör, og er það eins framan og aftan á töskunni.
sunnudagur, 15. nóvember 2020
Barnasokkar úr Fabel
Þá eru öll barnabörnin búin að fá ullarsokka fyrir veturinn. Ég fór eftir uppskrift frá Garnstudio.com og notaði Fabel garn eins og gefið er upp í uppskriftinni. Stroffið er hátt og gott, en sokkbolurinn varð alltof þröngur miðað við lengd, svo ég fækkaði verulega úrtökum eftir stroffið og hælinn. Þá urðu þeir fínir. Þeir eru á tvær fimm ára og eina þriggja ára skvísur og ársgamlan gæja.
þriðjudagur, 10. nóvember 2020
Dúkkukjólar
miðvikudagur, 4. nóvember 2020
Vörðuklettur
Ég tók þátt í samprjóni Svalra sjala á fb í september. Mjög skemmtilegt samprjón sem er reyndar nýlokið, en ég var frekar fljót með sjalið. Garnið keypti ég hjá Kristínu í Vatnesyarn í sumar, ætlaði reyndar að prjónað annað úr því en fannst það passa vel í þetta sjal. Mjög ánægð með afraksturinn og nota það mikið.
fimmtudagur, 22. október 2020
Snær sokkar
Ég hef áður prjónað eftir þessari uppskrift á ömmustrákinn en mamman vildi fá sömu sokka aftur, bara aðeins stærri. Ég ákvað þá að prjóna bara á öll börnin fyrir veturinn.
Uppskriftin er frá Petit Knitting. Ég prjónaði úr Drops merio extra fine. Uppgefin prjónastærð er nr. 4 og prjónaði ég fyrst allan sokkinn með þeim, en leistinn varð alltof laus þannig. Þess vegna hafði ég legginn með prjónum nr. 4 en leistann með 3,5, og svo var bara mátað. Þetta eru frekar þykkir sokkar, en fínir innan í rúm stígvél eða kuldaskó.
mánudagur, 19. október 2020
Heimferðarsett
þriðjudagur, 13. október 2020
Bútasaumsteppi á vegginn
sunnudagur, 4. október 2020
Myrull sjal
Þetta sjal prjónaði ég síðsumars.
Það er úr norskri bók, sem heitir Sjal og skjerf, strikking hele året, eftir Bitta Mikkelborg. Ljósgráa garnið er frá Vatnsnesyarn, liturinn heitir Brot, og það svarta er Yaku frá Litlu prjónabúðinni. Fyrst fannst mér full mikið af gulum lit í ljósa garninu, en þegar ég setti svart með fannst mér þetta smella saman. Prjónarnir voru nr. 4.
fimmtudagur, 1. október 2020
Dúkkuföt
miðvikudagur, 30. september 2020
Hjálmhúfa
þriðjudagur, 22. september 2020
Gammósíur
fimmtudagur, 3. september 2020
Sokkar
Prjónastærð er 2,25.
mánudagur, 31. ágúst 2020
David jakke
föstudagur, 28. ágúst 2020
Peysan Mist í þríriti
miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Heklaðar hreinsiskífur
Hér er linkur í uppskriftina.