þriðjudagur, 7. desember 2021

Jólaprjónataska

Það er ótrúlegt, en satt, að ég hef ekki átt neina jólaprjónatösku. Samt er jólaprjónið fastur liður í tilverunni.

Til að bjarga þessu saumaði ég þessa jólalegu tösku, og notaði til þess tvö munstur sem eru í nýju Husqvarna Sapphire 85 útsaumsvélinni minni. Efnin eru öll gömul úr lagernum mínum.

Hér sést fóðrið, sem ég stakk með vatti. Í töskunni núna er sjal, sem ég er að prjóna, og heitir uppskriftin einmitt Adventsjal, eða Aðventusjal, og er ljósari liturinn meira að segja jólaliturinn frá Kristínu í Vatnsnesi frá í fyrra! Greinilegt jólaþema í gangi hjá mér, en varð bara svona óvart.

Hér er dásamlega útsaumsvélin mín að vinna fyrir mig. Sit yfirleitt yfir henni og fylgist með, því mér finnst það svo skemmtilegt.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli