miðvikudagur, 12. janúar 2022

Stjörnur

Milli jóla og nýárs prófaði ég að sauma út frístandandi stjörnublúndu. Þessi er í vélinni minni, svo ég notaði hana.

Ég tók frekar stóran ramma og raðaði sex stykkjum á hann, en hefði komið fyrir fleiri. Áður var ég búin að sauma eina til prufu á lítinn ramma. Ég notaði sama útsaumstvinna í spóluna og í yfirtvinna.

Þær heppnuðust bara vel, og þegar ég skolaði úr þeim vatnsleysanlega undirlagið passaði ég bara að skola hæfilega mikið úr svo þær yrðu stífar, og þurrkaði svo undir fargi.

Ég hengdi þær á jólatréð fyrir myndatökuna, en þær bíða annars næstu jóla. Ég á lítið jólatré þar sem ég hengi skraut sem ég geri sjálf, kannski fara þær þangað. 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli