miðvikudagur, 16. febrúar 2022

Bleikur stelputrefill


 Fyrir stuttu hringdi önnur sex ára ömmustelpan sjálf í mig (hún er með númerið mitt á hreinu og hringir oft) og bað mig um að prjóna á sig trefil, bleikan. Amman skundaði í Gallery Spuna og keypti fallega bleikar dokkur af Drops merino extra fine. Aftur hringdi daman, amma sagðist vera búin að kaupa bleikt garn, en þá sagðist hún elska dökkbleikan. Úps, amman af stað aftur í búðina til að kaupa dökkbleikt garn, sem sú stutta valdi eftir mynd. Svo varð þessi trefill til og hún sátt. Ég notaði einfalt munstur sem ég kann. Fitjaður er upp lykkjufjöldi sem er deilanlegur með 4 og einni lykkju svo bætt við. Svo eru prjónaðar þrjár sléttar og ein brugðin út prjóninn, allar umferðir eru prjónaðar eins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli