mánudagur, 19. desember 2022

Jólaálfur

Husqvarna Sapphire 85 saumavélin mín, sem ég nota eingöngu sem útsaumsvél, er nettengd og á henni birtist blogg frá Husqvarna Viking með ýmsum verkefnum og stundum útsaumsmynstrum sem hægt er að opna í vélinni. Í fyrra sendu þeir saumavélaeigendum þrjár útgáfur af þessum jólaálfi. Ég hef lengi ætlað að sauma hann í eitthvað, og gerði það augljósa í gær og setti hann í viskastykki, sem ég keypti í Bakgarðinum hjá Jólahúsinu í Eyjafirði í sumar eða fyrrasumar.

Hann saumaðist vel út, en ég fór tvisvar yfir skeggið og hjartað til að hylja rendurnar í efninu.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli