fimmtudagur, 1. desember 2022

Jólahúfur

Fyrir fjórum árum prjónaði ég svona jólahúfur á eldri ömmustelpurnar tvær sem þá voru þriggja ára. Önnur þeirra var enn að nota sína húfu i fyrra, þá sex ára, og tók hana varla af sér allan desember, í orðsins fyllstu merkingu. Ég frétti það of seint fyrir jólin í fyrra að bróður hennar langaði í svona húfu líka, svo ég byrjaði bara strax í janúar að prjóna á hann fyrir þessi jól og aðra stærri á hana, og svo vildu hinar ömmustelpurnar tvær auðvitað fá líka. Þær eru því komnar í notkun fyrir nokkru.


 Garnið er Nepal frá Drops, keypt í Gallery Spuna i Hamraborg, og uppskriftin er HÉR.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli