Í haust sá ég auglýst bútasaumsefni sem voru til sölu úr dánarbúi og fór ég og keypti töluvert af efnum. Nokkru seinna var mér boðið að kaupa restina af lagernum og þótti mér mjög vænt um það. Í þeim pakka var mest af köflóttum efnum, sem ég á aldrei nóg af…..reyndar á ég nóg núna!
Smá hluti þeirra var úr flóneli, og tók ég þau frá og ákvað að nota þau saman í teppi. Mér finnst þau ekki passa með öðrum efnum og átti mjög lítið af þeim fyrir. En frábært að eiga allt í einu nóg til að geta gert eitthvað úr þeim.
Til að auðvelda mér verkið keypti ég mér 4,5 “ stiku í Bóthildi, þannig að bútarnir voru 4” að stærð saumaðir. Alls urðu þetta 247 bútar og teppið varð 2 metrar á lengd og 140 cm breitt.
Merkið að sjálfsögðu komið á sinn stað. Bakefnið er bómullarlak úr Rúmfó. Kantinn saumaði ég alfarið á í saumavélinni. Svo stakk ég teppið í saumförin.
Ég raðaði öllu teppinu upp á gólfinu áður en ég saumaði það til að dreifa litunum jafnt og passa að eins bútar lentu ekki hlið við hlið. Þá komu númeruðu títuprjónarnir sér vel sem ég fékk í jólagjöf fyrir nokkrum árum ásamt öðrum sniðugum bútasaumsgræjum.
Flott teppi. Þú hefur dottið í lukkupottinn með þessi efni
SvaraEyða