Nokkur handklæði merkt fyrir bóndann. Allar leturgerðir fengnar úr MySewnet forritinu. Letrið lengst til vinstri er nokkurn veginn eins og hans eigin undirskrift á fangamarki sínu. Til viðbótar þeim fjölmörgu leturgerðum sem ég get valið um þar þá er í forritinu annað prógram, Quick Font, sem getur breytt öllum leturtegundum, sem eru í tölvunni sjálfri, í útsaumsletur. Hægt er að hafa stafina hallandi eða ekki, fyllta stafi, með eða án útlína og applíkeraða í öllum mögulegum stærðum. Og þá er ekki allt upp talið. Ég er búin að prófa ýmsa möguleika þar, en á bara prufur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli