þriðjudagur, 7. nóvember 2023

Bláar bollamottur

Ég hef átt bolla og hliðardiska úr pólska stellinu vinsæla í fjölda ára og notað það mikið. En það hefur samt alltaf pirrað mig aðeins að ekki skuli fylgja undirskálar. Ég reyndi að bæta úr því og tíndi saman öll bláu efnin mín sem höfðu í sér munsturlitina úr því pólska, þ.e. grænt, gult og dökkrautt, og saumaði nokkrar bollamottur til að nota með bollunum. 

Geymi svo motturnar í sömu skúffu og leirtauið til að gleyma nú ekki að nota þær.

Munstrið er frá Kreativ Kiwi og er gert alfarið í útsaumsvélinni.
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli