Ég fann dálítið sniðuga leið til að nýta afganga af jersey bómullarefnum. Ég keypti snið hjá Stofflykke af húfu, ennisbandi og hálskraga, og prófaði að sauma tvö bönd í barnastærð og eitt fullorðins og mátaði og fóru þau til þeirra sem þau pössuðu. Þurfti aðeins að aðlaga stærðir.
Svo fengu barnabörnin að velja sér efni í húfu eða ennisbönd eða bæði, eins mörg og þau vildu, allt eftir smekk.
Til urðu þrjár húfur og ellefu ennisbönd.
Húfurnar og böndin eru tvöföld, og í saumaferlinu er merkimiða stungið í saumfarið á réttum stað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli