þriðjudagur, 22. apríl 2025

Kanínubangsar


 Nýlega sá ég þessa sætu kanínubangsa á síðu Kreativ Kiwii og saumaði handa barnabörnunum. Þau virðast aldrei fá nóg af mjúkdýrum og alls konar böngsum. Bangsarnir eru alfarið saumaðir í útsaumsvélinni fyrir utan eitt lítið op fyrir fyllinguna sem þarf að handsauma.



Ég notaði flísefni sem ég átti og kom það mjög vel út. Bangsarnir koma í nokkrum stærðum og saumaði ég þá minnstu.

Uppskriftin er frí hjá Kreativ Kiwii.

föstudagur, 4. apríl 2025

Aðventusjal/Adventsjal



 Ég hef áður prjónað þessa uppskrift. Mér finnst gaman að prjóna hana og stærðin og lagið á sjalinu er akkúrat eins og ég vil hafa það. Það heitir Aðventusjal, en þegar komið er svona nálægt páskum finnst mér hálf skrítið að vera að sýna sjal með þessu nafni. En það var prjónað fyrir þó nokkru síðan, ég hef það mér til afsökunar.  Hér eru allar upplýsingar um hvar uppskriftina er að finna. Ég man ekkert hvaðan garnið er, átti það í handlitaða garnsafninu mínu, en prjónarnir voru nr. 4.