Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 28. desember 2021

Aðventusjal/Adventssjal

Þetta sjal heitir á norsku Adventssjal og ég prjónaði það á aðventunni. Ég átti jólalit frá henni Kristínu í Vatnsnesi frá í fyrra sem heitir Bjart yfir jólum og langaði mig alltaf að gera eitthvað úr því þegar nær drægi hátíðinni. Svo átti ég í fórum mínum litinn Furugerði sem ég pantaði mér einhvern tíma frá henni, og fundust mér þessir tveir litir fínir saman, enda pínu grænar flikrur í jólagarninu.

Svo fann ég þessa ágætu uppskrift í bók, sem ég á og heitir Sjal og skjerf eftir Bitta Mikkelborg. Ég var að leita að sjali með tveimur litum og passaði það vel garninu mínu. 


 Það kom sér vel að eiga nóg af þessum uppáhalds prjónamerkjum til að aðskilja munsturkaflana í græna hlutanum. Hefði ekki viljað vera án þeirra.

Furugerði er BFL Nylon Sock og Bjart yfir jólum Merino Fingering.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli