Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 30. desember 2010

Freyja

Þessa peysu, Freyju, prjónaði ég fyrir nokkrum vikum. Hún er úr einföldum lopa.
Ég prjónaði silfraðan tvinna inn í munstrið, en það sést lítið á myndinni. Uppskriftin er hér á ensku og hér á íslensku.

sunnudagur, 26. desember 2010

Mug Rug

Settist loksins niður við saumavélina. Þessar litlu mottur hef ég séð um allt á bloggunum undanfarið. Þær eru kallaðar Mug Rugs, og eru til í alls konar útfærslum. Ég "gúgglaði" með myndaleit áðan, og sá margar.
LeKaQuilt hefur saumað margar undanfarið, allar mjög flottar hjá henni. Mig vantaði einmitt mottu undir tebollann sem ég drekk í stofunni á kvöldin, svo nú er það mál leyst.
Ég notaði auðvitað EQ7 forritið mitt til að teikna í rétt mál, og prentaði eplið út og saumaði í pappír. Svo gerði ég nokkrar aðrar útgáfur, sem ég nota sauma kannski seinna. Mottan mín varð 6 x 9 tommur.

sunnudagur, 19. desember 2010

Jólasokkar

Þessa jólasokka sá ég á blogginu hjá Anelias hantverk. Ég bara varð að prjóna þá.
Ég notað einband og prjóna no.2,5. Uppskriftin er á ensku og prjónuð fram og til baka, en ég prjónaði í hring og hafði franskan hæl.

miðvikudagur, 15. desember 2010

Peysur á Úlfhildi Sjöfn og Baby Born

Hún Úlfhildur Sjöfn varð þriggja ára 10. desember. Afasystirin prjónaði að sjálfsögðu á dömuna.

Að sjálfsögðu fylgdu sokkar í stíl. Þeir eru úr nýju prjónabókinni Sokkar og fleira eftir Kristínu Harðardóttur. Uppskriftinni fylgdi dúkkupeysa í stíl, sem auðvitað var prjónuð líka.

Peysan er úr léttlopa og uppskriftin úr Lopabók frá Ístex.

 

þriðjudagur, 14. desember 2010

Pakki í pósti

Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær beið mín pakki í forstofunni.
Da jeg kom hjem fra jobben i gar, ventet en pakke pa meg.
Ég gat auðvitað ekki beðið með að opna hann en var búin að sjá að hann kom frá Noregi. Hann var frá henni Oddbjörg, bloggvinkonu minni í Noregi. Þetta er "fat quarter" af efni, sem ég sá á blogginu hennar og finnst einstaklega skemmtilegt og sérstakt, flott í saumabuddur. Svo fylgdi kort með fallegri kveðju.
Kærar þakkir, Oddbjörg!
Jeg kunne selvfölgelig ikke vente med a apne den, men sa at den kom fra Norge. Den var fra Oddbjörg, min bloggveninne i Norge. Dette er en "fat quarter" av en stoff, jeg sa pa bloggen hennes og synes er spesielt morsom og fin, passer gott til sybokser. Sa fulgte med en kort med noen fine ord. Tusen, tusen takk, Oddbjörg. Klem fra Hellen

laugardagur, 11. desember 2010

Skokkur úr Navia

Þennan skokk prjónaði ég úr Navia garni í sumar.
Uppskriftin er í rauninni af kjól, en ég sleppti ermunum og hafði hann síðari.
Það var dálítið erfitt að áætla síddina, því pilsið er prjónað á mjög grófa prjóna úr Navia Uno, svo eftir að ég þvoði hann, tók ég síddina, klippti af það sem var umfram og prjónaði kant úr tvöföldu Navia Duo áður en ég felldi af. Svo þurfti ég að sauma sér undirpils því þetta er svo gisið.