Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 17. september 2012

Vesti á eiginmanninn

Fyrir löngu síðan bað eiginmaðurinn mig að prjóna á sig vesti. Ég mundi eftir að hafa séð vestisuppskriftir úr fínu garni fyrir mörgum árum, en fann engar lengi vel. Þá var ég svo heppin að rekast á réttu uppskriftina á blogginu Elsku mamma, og lauk við vestið í byrjun ágúst. Garnið er Sisu og uppskriftin er í þessu blaði.