Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 20. apríl 2017

Refasokkar

Refasokkar á ömmustelpurnar (næstum) þrjár. 
Stærri sokkarnir eru á dömurnar mínar sem verða tveggja ára í sumar, og þeir litlu eru á þá þriðju sem fæðist eftir nokkra daga.
Þetta er það fyrsta sem ég prjóna í þríriti. Hingað til hef ég prjónað tvennt af öllu.
Uppskriftin er hér.

miðvikudagur, 12. apríl 2017

Lítið veggteppi

Ég saumaði þetta litla teppi fyrir nokkru síðan.
Hugmyndin er af síðu Kathleen Tracy. Hún gerir svo mikið af fallegum smáteppum. 
Að þessu sinni notaði ég ekki pappírssaum, heldur sneið allt fyrst.