Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 25. apríl 2018

Heklaðar hreinsiskífur


Ég tók mig til um daginn og heklaði mér bómullarskífur til að hreinsa með andlitið.
Ég átti nóg af bómullarafgöngum, og reyndi að nota sem flesta liti.
Mér finnst mjög gott að nota þær.
Nú er bara ein hrein eftir, svo þá er bara að skella þeim á suðu í þvottavélinni og setja þær aftur inn í baðskáp.

Ég studdist við þetta myndband.

fimmtudagur, 19. apríl 2018

Prjónaveski


Ég er öll fyrir skipulagið. 
Búin að sauma mér nokkrar verkefnatöskur fyrir prjónadótið, þar sem ég set allt sem ég þarf í eitt verkefni, allt garnið og alla prjóna sem þarf að nota.
En fyrir nokkrum dögum pantaði ég snið af þessu bráðsniðuga veski fyrir prjónana sjálfa. Þarna má líka setja skæri og prjónamát.
Efnin sem ég notaði voru keypt í Storkinum, og eru frá Kaffe Fasset og Amy Butler.

Höfundur veskisins er bloggarinn Timotei, tengill á bloggið hennar er hér til hliðar á síðunni minni. 
Hún er mikil handavinnukona, saumar og prjónar, og hefur hannað nokkur snið sem eru til sölu í Epla búðinni hennar.

miðvikudagur, 11. apríl 2018

Lítil budda


Mér finnst gaman að gera buddur og töskur.


Uppskriftina af þessari sá ég bara á myndum einhvers staðar á netinu, man ekkert hvar, og það stendur ekkert á uppskriftinni.


Aðferðin er skemmtileg, og mjög einföld.


Ég nota hana fyrir það sem ég þarf alltaf að hafa á mér þegar ég fer úr húsi, og set hana með öllu dótinu í þá tösku sem hentar hverju sinni.
Mjög praktískt.


Ég læt fylgja myndakennsluna sem ég fór eftir, ef einhvern langar til að prófa.