Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 22. desember 2012

Jólin koma

Ég hef ekki getað hætt að prjóna jólakúlurnar, og er búin með 80 stykki núna. En nú prjóna ég úr einbandi, og hér að ofan eru kúlur í þremur stærðum. Þær stærstu eru prjónaðar úr kambgarni á prjóna nr. 3, og framan við þær eru kúlur prjónaðar úr einbandi á prjóna nr 2. Fremstu kúlurnar eru úr sama garni og með sömu prjónastærð, en þær prjóna ég mjög fast og hengi á jólatré.

 

Svona lítur forstofuglugginn út.

Svona jólatré var á heimili foreldra minna þegar ég var að alast upp. Þetta tré fékk ég úr búi tengdaforeldra minna, og á það hengi ég bara heimagert skraut, og hef það í holinu.

Gleðileg jól!