Heildartala yfir síðuflettingar

þriðjudagur, 29. júní 2010

Tvinnakefli og tebolli

Nóg þarf að vera af tvinnanum í saumaherberginu.
Svo þarf saumakonan auðvitað að hafa hressingu við höndina, svo hún geti haldið áfram að sauma. Í mínu herbergi myndi það vera tebolli, en e.t.v. kaffibolli hjá öðrum.
föstudagur, 25. júní 2010

Saumaáhöld

Þessa bók eignaðist ég fyrir nokkrum árum. Í henni eru pappírssaumssnið fyrir helstu áhöld og tæki sem finna má í saumaherberginu.
Ég ætla loksins að drífa mig í að sauma upp úr henni, og ég byrjaði á saumavélinni.

Svo komu skærin..... ég saumaði báðar myndirnar í gær.

Blokkirnar eru fjórar tommur þegar þær eru tilbúnar.
sunnudagur, 20. júní 2010

Mussa

Þessa mussu saumaði ég í vikunni sem leið. Er þetta annars kallað mussa? Norðmenn kalla svona flík "en overdel" eða "en tunika", og mér finnst þetta frekar vera skyrta. Jæja, skiptir ekki máli, sniðið er úr norska blaðinu Ingelise's symagasin og efnið keypti ég í Handalín, nýju góðu búðinni á Vitastígnum. Það er úr viskósa, og skreið bókastaflega um allt á meðan ég var að sníða. En þetta tókst fyrir rest.

mánudagur, 14. júní 2010

Löber

Ég hef verið með það í kollinum lengi að gera svona löber. Hugmyndin var nú samt að hann yrði meira hvítur, en þetta varð útkoman. Ég keypti engin efni í hann, heldur notaði efni úr "stashinu" mínu, eins og ég geri yfirleitt. Ég notaði líka blúnduafganga sem ég átti og varð að halda mig þá búta sem voru nógu langir.
Svo fannst mér upplagt að nota einhverjar af þeim 222 saumgerðum sem saumavélin býður upp á. Krosssaumurinn er líka úr henni.

Ég var með dúkinn á saumaborðinu dálítið lengi og gerði pínulítið á dag, og þurfti svo að hugsa málið.


Svo má líka nota hann sem borðmottu undir te fyrir tvo!
mánudagur, 7. júní 2010

Teppi úr kambgarni

Þetta teppi lauk ég við fyrir 2-3 vikum. Ég á töluvert af kambgarni síðan ég saumaði út með því fyrir nokkrum árum. Þá gerði ég litla riddarateppið og sófapúða og fleira, en þurfti lítið af hverjum lit.
Svo sá ég á netinu þessa uppskrift, og langaði til að prófa hana. Uppskriftin er fyrir ungbarnateppi, en ég hafði það stærra.
Ég notaði ekki alla litina sem ég átti. Appelsínugult t.d. get ég varla notað í neitt! En... þetta var sem sagt útkoman. Það eru notaðir mun grófari prjónar en gefið er upp fyrir garnið, og því verður teppið svo blúndukennt.

miðvikudagur, 2. júní 2010

Taska

Þessa tösku saumaði ég fyrir stuttu. Sniðið fékk ég í Ingelise´s symagasin feb/2010. Efnið keypti ég í Ikea, bæði fóðrið og ytra byrðið.
Leiðbeiningarnar eru reyndar arfavitlausar í blaðinu. Það er t.d. alveg óþarfi að loksauma eða sikk sakka allar brúnir, því þær lokast allar inni í töskunni, og svo verður að loka axlasaumnum síðast í höndum, þegar búið er að snúa töskunni við, en í leiðbeiningunum átti bara að skilja eftir op í botninum á fóðrinu. En þetta gekk að lokum, enda grunaði mig að þetta stæðist ekki.
Myndin er tekin úti á svölunum hjá mér kl. tíu um kvöld!