Heildartala yfir síðuflettingar

Sýnir færslur með efnisorðinu Bjöllur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Bjöllur. Sýna allar færslur

laugardagur, 14. desember 2013

Hekluð bjöllusería úr Heklbók Þóru

Fyrir nokkrum vikum heklaði ég nýja bjölluseríu, og fór eftir uppskrift úr Heklbók Þóru. Uppskriftin er mjög þægileg að hekla.

Seríuna gerði ég til að hengja upp í saumaherberginu mínu. Hér fær hún selskap af jólakúlum Arne&Carlos yfir jólin, en sjálf fær hún að hanga þarna lengur.

Og hér sést inn um gluggann á Saumaherbergi Hellenar ;)

 

laugardagur, 9. nóvember 2013

Prjónaðar bjöllur

Nú hef ég prjónað bjöllur í fyrsta sinn, en hef heklað fullt af þeim.

Ég notaði heklugarn nr. 10 eins og ég hef heklað úr áður.

Uppskriftin er úr jólablaði Húsfreyjunnar 2012.

 

miðvikudagur, 17. október 2012

Heklaðar bjöllur

 

Þessar bjöllur heklaði ég fyrir löngu síðan. Nú er ég búin að setja þær á 20 ljósa seríu og hengja upp.

Mér finnst þær ekkert sérlega jólalegar svona hvítar, en ég var líka löngu búin að hekla 20 rauðar, sem ég er að stífa með sykurvatni núna, og þær fá að bíða aðventunnar.

 

sunnudagur, 27. desember 2009

Heklað á aðventunni

Ég datt í það að hekla á aðventunni. Þessar bjöllur gerði ég á seríur og gaf aðra þeirra.
Ég stífaði þær á frauðplastbjöllur, sem fást í föndurbúðum. Mínar voru keyptar í föndurbúð inni í Mörkinni í Reykjavík og eru 5 cm háar.
.Sykurvatnsblönduna hafði ég einn á móti einum. Seríurnar fékk ég í Garðheimum.
Svo hef ég lengi ætlað að hekla svona diskadúka. Nú lét ég verða af því og heklaði sex stykki.
Mér finnst gaman að leggja eitthvað ofan á diskana þegar ég dekka borðstofuborðið, sérstaklega þegar ég dekka fyrir aðfangadagskvöld á Þorláksmessu. Hér er uppskriftin. Ég heklaði stærri dúkinn en notaði Solberg heklugarn og nál nr. 1.75.

mánudagur, 7. desember 2009

Þjóðleg sería

Hef ég nokkurn tíma minnst á það hversu gaman mér þykir að prjóna úr afgöngum? Þessa uppskrift rakst ég á á netinu, og um leið og ég sá að í hana voru notaðir afgangar af léttlopa, varð ég að prófa hana. Þetta var fljótgert, og ég heklaði utan um 20 perur.
Gerist það þjóðlegra?