Heildartala yfir síðuflettingar

Sýnir færslur með efnisorðinu Páskar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Páskar. Sýna allar færslur

laugardagur, 1. apríl 2023

Aprílálfur

Þá er álfurinn fyrir aprílmánuð kominn upp á vegg. Litaþemað á hattinum augljóslega tengt páskum, þótt hátíðin sé stundum í mars. Í þeim tilfellum er gult bara litur vorsins.

Hér er saumaskapurinn á lokastigi. Álfurinn er gerður í tveimur hlutum. Fyrst er það skeggið, nefið og fæturnir, það tekið úr rammanum og klippt frá undirlaginu og geymt á meðan hatturinn er gerður. Svo er allt fest saman á lokastiginu í vélinni. Ég gæti trúað að það taki hátt í tvo tíma hjá mér að gera einn álf.  Ég sauma 5 x 7” stærðina og nota 18 x 13 rammann. 

Uppskriftin er keypt hjá Kreativkiwi.

sunnudagur, 4. apríl 2021

Páskahænur


Saumaði nokkrar páskahænur núna í dymbilvikunni. 


Sniðið er af heimasíðu Bernina.com/blog. Það kemur í þremur stærðum og notaði ég stærstu og miðstærðina, reyndar í 91% af réttri stærð því ég prentaði það í vitlausri stærð til að byrja með, en mér finnst stærðin á þeim nákvæmlega eins og ég vil hafa hana.


 

föstudagur, 17. apríl 2020

Páskahænur


Fyrir páska skellti ég mér í verkefni sem lengi hefur staðið til að prófa.
Páskahænur.
Voða einfalt að sauma, grunnurinn er tveir ferningar, jafn stórir, ég hafði mína 6x6 tommur. Svo þarf filt í kamb og gogg, tróð og skóreimar.

Ég útbjó smá pakka handa barnabörnunum, þar sem ég setti hænu handa hverju þeirra, vettlinga úr síðustu færslu, ávaxtanammi og límmiða. Svo fórum við á tvo staði og hengdum á útidyrnar hjá þeim.
Mikið hlakka ég til þegar þessu covid 19 ástandi lýkur.

sunnudagur, 31. mars 2013

Prjónuð páskaegg eftir Arne&Carlos

 


Nú er ég búin að prjóna nokkur páskaegg eftir þá Arne&Carlos.

Ég pantaði bókina á amazon.co.uk fljótlega eftir að hún kom út. Ég er mikill aðdáandi þessara listamanna, og bækurnar þeirra eru útaf fyrir sig listaverk.

Ég dreifði kúlunum í skálar að þessu sinni, en það má líka hengja þær upp.

Gleðilega páska!

 

mánudagur, 13. apríl 2009

Páskaborðmottur

Á þessum öðrum degi páska ákvað ég að sýna borðmottur, sem ég saumaði fyrir nokkrum árum úr alls konar gulum efnum, sem rekið hafði á fjörur mínar. Sniðið er "Dresden plate", sem ég fann í blaði, og lengdi stykkin, þannig að þau pössuðu undir diskana mína. Hringurinn í miðjunni er applíkeraður ofan á.

sunnudagur, 12. apríl 2009

Vordúkurinn tilbúinn

Þá er vordúkurinn kominn á eldhúsborðið. Ég studdist við útprentaða mynd af dúknum þegar ég var að koma honum saman, að sjálfsögðu með pappírssaumi.
Ég stakk ferningana í dúknum með tveimur munstrum, sem ég strikaði gegnum skapalón með bleki, sem á að hverfa af sjálfu sér.
Svo stakk ég aðra fleti 1/4 tommu frá brún, og í kantinum hafði ég krákustíg.
Ég er ánægð með stærðina, hún passar vel, og ég er að æfa mig í að nota þessa liti, og styðst við hugtakið: "light but not bright".