Þá er álfurinn fyrir aprílmánuð kominn upp á vegg. Litaþemað á hattinum augljóslega tengt páskum, þótt hátíðin sé stundum í mars. Í þeim tilfellum er gult bara litur vorsins.
Hér er saumaskapurinn á lokastigi. Álfurinn er gerður í tveimur hlutum. Fyrst er það skeggið, nefið og fæturnir, það tekið úr rammanum og klippt frá undirlaginu og geymt á meðan hatturinn er gerður. Svo er allt fest saman á lokastiginu í vélinni. Ég gæti trúað að það taki hátt í tvo tíma hjá mér að gera einn álf. Ég sauma 5 x 7” stærðina og nota 18 x 13 rammann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli