Þegar ég finn gott kjólasnið þá sauma ég gjarnan fleiri en einn. Saumaði hann fyrst úr viscosaefni sem ég hafði átt lengi. Núna notaði ég bómullarjersey. Hann varð því aðeins þykkari og hlýrri, en mjög fínn. Þegar ég tók myndina var birtan erfið og liturinn er ekki svona blár, hann er grárri og ljósari.
Efnið pantaði ég frá Noregi, og ég verð að segja að það er aldrei leiðinlegt að fá svona sendingu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli