Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 26. júní 2019

Önnur Hjartapeysa


Eins og alþjóð veit þá á ég þrjár ömmustelpur. 
Tvær þær eldri eru hér um bil jafn gamlar, fæddar með þriggja vikna millibili (upp á dag, fæddust báðar um kvöld), og verða fjögurra ára í sumar.
Sú þriðja er fædd 2017 og er tveggja ára frá því í maí.
Fyrst eftir að þær eldri fæddust gerði ég allt eins á þær, kannski í mismunandi litum, en flest sambærilegt.
Nú fer ég meira eftir því hvers foreldrarnir óska, prjóna á aðra þeirra og ef hina langar í eins, þá er ekkert annað en sjálfsagt að prjóna líka á hana..
 

Ég prjónaði hjartapeysu á aðra þeirra í vor. Hin fékk að máta, og svo óskaði hún eftir eins peysu, og amma prjónaði hana.
 

Og hér er daman komin í peysuna sína, og finnst mér hún mjög fín í henni.
Stærðin er á 4 ára, garnið Lanett og prjónastærðin 3,0.
Uppskriftin er úr Prjónað af ást.

laugardagur, 15. júní 2019

Skæri


Ég hef alltaf átt góð skæri, ekki of mörg, bara vönduð og þau sem ég þarf.
Ég þurfti ekki að kaupa þessi tvö, mér finnst bara þetta nýja útlit á skærum svo rosalega flott.
Hins vegar eru þau fanta góð, blaðið er rifflað og það er eins og að klippa vatn að nota þau.
 Þau koma frá Karen Kay Buckley, og ég pantaði þau af Drop, sem áður hét Massdrop.