Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 30. september 2018

Gammósíur - Hulltights

Þetta eru gammósíur handa ömmustelpunum þremur.
Uppskriftin er ur Klompelompe - Sommerbarn.
Ég prjónaði úr Klompelompe tynn merinoull, og stærðirnar eru á 4 ára (þessar lillabláu) og þær minnstu á 2 ára. 

Svo voru allar merktar stelpunum 💕

miðvikudagur, 26. september 2018

Enn eitt afgangateppið


Ég hef verið dugleg undanfarin misseri að sauma úr afgöngum, litlum bútum sem safnast saman á mörgum árum. Ég byrjaði í bútasaum fyrir meira en þrjátíu árum, svo mikið hefur fallið til, enda hendi ég ekki neinu.
Mér finnst líka svo gaman að sitja við saumavélina og sauma og sauma, og þurfa ekki að hugsa of mikið um það sem ég er að gera.
 

Þetta er fjórða afgangateppið sem ég hef nýlokið við (eitt hef ég aldrei sýnt), og nú er mjög lítið eftir af litlum bútum hjá mér. 
Ég sneið tveggja tommu ferninga, og raðaði ljósum og dökkum til skiptis.
Vattið innan í er líka allt samansaumaðir bútar, ég rétt náði að hafa það nógu stórt, en kláraði líka restar þar.

föstudagur, 21. september 2018

Verkefnataska


 Aftur er ég búin að sauma verkefnatösku.
Þessi er nokkuð stór, og kemst uppskriftarbæklingur í A4 auðveldlega ofan í hana.

 Hún fór í notkun um leið og hún var tilbúin.

þriðjudagur, 18. september 2018

Klompelompeföt á Baby Born

Fyrir þriggja ára afmæli eldri ömmustelpnanna tveggja í sumar prjónaði ég föt á dúkkurnar þeirra.
Uppskriftirnar eru úr Dukkestrikk 15 opskrifter frá Klompelompe.
Bókina pantaði ég af síðunni þeirra frá Noregi.
Það skemmtilega við þessi dúkkuföt er að stelpurnar eiga eins föt sjálfar, bæði peysurnar og lambhúshetturnar, sem eru enn í notkun, og hafði ég dúkkufötin í sama lit og fötin þeirra.