Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Jólabollamottur

Fyrir tveimur árum saumaði ég tvær bollamottur, og er færslan um þær hér. Nýlega bætti ég við fjórum í viðbót. Varð pínu svekkt því þessar voru örlítið minni en hinar (örugglega bara ég sem sé það), en ég var með nokkur eintök í tölvunni og hef greinilega ekki prentað út sama snið og síðast.

 

laugardagur, 9. nóvember 2013

Prjónaðar bjöllur

Nú hef ég prjónað bjöllur í fyrsta sinn, en hef heklað fullt af þeim.

Ég notaði heklugarn nr. 10 eins og ég hef heklað úr áður.

Uppskriftin er úr jólablaði Húsfreyjunnar 2012.