Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 28. maí 2012

Litlar hosur

 

Þrjú pör af ungbarnahosum, stærð 0 - 4 mánaða. Fínt að grípa í svona smáprjón þegar horft er á sjónvarpið á kvöldin. Uppskriftin er úr bókinni Sokkaprjón, en ég notaði fínni prjóna en gefið er upp, ég prjónaði á prjóna no. 2,5.

 

föstudagur, 11. maí 2012

Inga - dömupeysa


Þessa peysu prjónaði ég um páskana.  Uppskriftin er í nýjasta tölublaði Húsfreyjunnar.  Hún er prjónuð úr tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 5,5.  Sniðið er skemmtilegt því hún er aðsniðin í mittið.


Ég hafði mína gráa í stað svartrar og þurfti því að endurraða litunum í munstrinu aðeins, en ég er ánægð með útkomuna.  Svo bætti ég við smá kraga.