Heildartala yfir síðuflettingar

fimmtudagur, 24. september 2015

Púpur

 

Áður en litlu sonadæturnar fæddust prjónaði ég "púpur" handa þeim, sem þær notuðu strax og þær fæddust og nota enn.

Uppskriftin er á Prjónaalmanaki Kristínar Harðardóttur frá 2014.

Garnið er Mandarin petit.

 

mánudagur, 14. september 2015

Heimferðarsett

Hér koma svo myndir af heimferðarsettunum, sem ég prjónaði á barnabörnin.

Uppskriftin er af facebook síðu Prjóna Jónu. Buxurnar eru reyndar ekki úr þeirri uppskrift, heldur úr bókinni Babystrik på pinde 3.

Svo þegar ljóst var hvert kynið var fengu peysurnar bleikar tölur.

 

föstudagur, 11. september 2015

sunnudagur, 6. september 2015

Tveir kjólar

 

Garnið í þessa kjóla keypti ég í Litlu prjónabúðinni og heitir það Alba.

Uppskriftin fæst þar líka, og prjónastærðin er 3,5.

Stærðin er á 0-3 mánaða.

Mér fannst liturinn svo fallegur að ég gerði bara eins á báðar ömmustelpurnar.

 

fimmtudagur, 3. september 2015

Bettý peysur

 

Ég mátti til með að hekla Bettý peysur á litlu stelpurnar mínar. Stærðin er á sex mánaða, svo þær fá aðeins að bíða.

Mæðurnar völdu sjálfar litina, en garnið keypti ég í Litlu prjónabúðinni, og heitir það Yaku 4/16 frá CaMaRose.

Tölurnar eru frá Freistingasjoppunni á Selfossi.

Uppskriftin er á Facebook, á síðunni Leikur í höndum, bæði í máli og myndum.