Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 28. desember 2013

Tvíbandavettlingar

 

Þessi fjögur vettlingapör setti ég í jólapakkana handa sonum mínum og tengdadætrum.

Þeir eru prjónaðir úr kambgarni, og eru uppskriftirnar úr Vettlingabókinni eftir Kristínu Harðardóttur.

Bókin er mjög flott, og þarna útbýr Kristín uppskriftir að vettlingum sem eru byggðar á gömlum vettlingum sem hafa varðveist.

 

föstudagur, 20. desember 2013

Hjartaklútar

Það er spurning hvort maður eigi að setja allt á bloggið sem telst til handavinnu, ég geri það ekki, en ákvað að leyfa þessu að fara.

Ég nota svona klúta stöðugt, og eru þessir prjónaðir úr afgöngum. Munstrið lærðist strax, svo þetta varð fínt sjónvarpsprjón.

Hér kemur hjartað út í sléttu prjóni.

Munstrið er úr þessu 32 ára prjónamunsturblaði. Ég fitjaði upp 57 lykkjur, þá fékk ég 5 munstur á lengdina, og 6 raðir upp.

 

laugardagur, 14. desember 2013

Hekluð bjöllusería úr Heklbók Þóru

Fyrir nokkrum vikum heklaði ég nýja bjölluseríu, og fór eftir uppskrift úr Heklbók Þóru. Uppskriftin er mjög þægileg að hekla.

Seríuna gerði ég til að hengja upp í saumaherberginu mínu. Hér fær hún selskap af jólakúlum Arne&Carlos yfir jólin, en sjálf fær hún að hanga þarna lengur.

Og hér sést inn um gluggann á Saumaherbergi Hellenar ;)