Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 5. apríl 2020

Leikskólavettlingar


Ég fann hjá mér mikla þörf um daginn fyrir að prjóna úr afgöngum. 
Garnið mitt er flokkað eftir grófleika og efni, og ég greip poka með afgöngum úr Karisma og Lima frá Drops, og Lamaull frá Litlu prjónabúðinni.


Marga liti notaði ég upp til agna, prjónaði báða vettlinga í sama pari samtímis.
Ég náði að klára hér um bil allt sem var í pokanum, 265 grömm af garni, sem svarar til rúmlega 5 dokka.
Merkti svo alla með því að sauma merkimiða innan í, 14 stykki.


Uppskriftin er blanda úr ýmsum áttum, af Drops vefnum, Bændablaðinu og Leikskólafötum.
Ég vil hafa þumalinn þannig að ekki skipti máli á hvorri hendinni vettlingurinn er.
Prjónarnir voru nr. 3,5.

2 ummæli: