Heildartala yfir síðuflettingar

föstudagur, 17. apríl 2020

Páskahænur


Fyrir páska skellti ég mér í verkefni sem lengi hefur staðið til að prófa.
Páskahænur.
Voða einfalt að sauma, grunnurinn er tveir ferningar, jafn stórir, ég hafði mína 6x6 tommur. Svo þarf filt í kamb og gogg, tróð og skóreimar.

Ég útbjó smá pakka handa barnabörnunum, þar sem ég setti hænu handa hverju þeirra, vettlinga úr síðustu færslu, ávaxtanammi og límmiða. Svo fórum við á tvo staði og hengdum á útidyrnar hjá þeim.
Mikið hlakka ég til þegar þessu covid 19 ástandi lýkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli