Í síðustu viku vantaði mig svo eitthvað til að sauma, svo ég bað vinkonu mína að lána mér snið sem hún á af snúrupoka.
Minni pokinn er gerður eftir uppskriftinni.
Eini feillinn sem ég gerði var að hafa of stíft flíselín í honum.
Annars er hann fínn fyrir ýmislegt smálegt, t.d. nett prjón.
Mig langaði að prófa aftur, gerði hann stærri. Skar kringum stiku sem ég á og kom fín stærð með henni. Svo hafði ég þynnra flíselín. Mjög ánægð með útkomuna. Gat notað efni í vasann sem ég hef átt lengi en ekki notað. Snúruna í hann keypti ég í John Lewis í Edinborg fyrir mörgum árum.
Sniðið heitir Little Drawstring Bag frá Sarah J Patterson _designs.
Sniðið heitir Little Drawstring Bag frá Sarah J Patterson _designs.
very nice bags.
SvaraEyða