Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 16. janúar 2011

"Needle turn" applíkering

Þessi dúkur er eins konar æfingastykki fyrir mig í "needle turn" applíkeringu. Ég hef sjaldan applíkerað þannig, þó aðeins, og langaði að prófa það aftur.
Blokkina fann ég í EQ7, og valdi svo litina þannig að ég vildi hafa þá ljósa en ekki skæra.
Svo hef ég ekki prófað áður að nota samsettan bakgrunn fyrir mynd, svo nú er ég búin að því líka! En það á ég eftir að gera aftur, því mér finnst það koma vel út.