Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 12. júlí 2025

Teppi úr gömlum efnum


Ég á mikið af efnum og eru mörg þeirra áratuga gömul, og voru gamaldags á þeim tíma sem ég fékk þau.
Ég ákvað einhverntíma að halda þeim sér og sauma eitthvað úr þeim sérstaklega og mörg þóttu mér ekki falleg. En þegar þau eru svona saman hefur samsetningin ákveðið yfirbragð sem ég er sátt við.


Þetta munstur rakst ég á einhvers staðar á netinu og ákvað að nota það fyrir gamaldags efnin mín. Þetta eru 4 tommu ferningar, heilir og samsettir. Ég skar út með 4,5” og 2,5” stikum, mjög þægilegt að nota stikur í réttri stærð.


Bakið gerði ég líka úr sömu efnum til að minnka birgðirnar, samt er slatti eftir ennþá.


Merkið er á sínum stað, saumað í útsaumsvélinni eins og ég geri alltaf núorðið. Hafði það einfalt.


                         Una Lóa, yngsta ömmustelpan mín, aðstoðaði við myndatökuna í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli