Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 28. desember 2025

Eyrnabönd


Ein ömmustelpan, tíu ára, afhenti mér þetta garn og bað mig um að prjóna eyrnaband á sig. Ég fitjað upp tíu lykkjur á prjóna nr. 10 og lét vaða, prjónaði bara þangað til það mátaðist passlegt á hana. Eina vesenið sem ég lenti í var að ganga frá endum og að sauma það saman því garnið er svo loðið að það er erfitt að draga það í gegn. Ráðið við því er að klippa pelshárin af aðalþræðinum og sauma svo. Þetta gerði ég við seinna hárbandið, þetta bleika, sem sú yngri, 8 ára, bað mig að prjóna á sig. Sú yngri er reyndar fyrirsæta á báðum myndum því hin var ekki viðlátin þegar ég myndaði.
 

Garnið heitir Sirdar Alpine og fæst í A4. Prjónastærðin sem er gefin upp er nr. 10 og uppskrift er engin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli